Fyrst skulum við gera nauðsynlegar breytingar á þeirri tölvu sem 
er tengd á netinu(netþjónn).<br> 
Ég miða þessar leiðbeiningar við Windows 2000 og Windows XP því 
ég veit ekki hvort ICS er á öðrum Windows stýrikerfum.<br> 
<br> 
<h4>Nú skulum við gera nauðsynlegar breytingar á 
netþjóninum…</h4> 
1.  Farðu í stjórnborðið á tengingunni.  Ef þú sérð táknmyndina 
fyrir tenginguna, hægri-klikkaðu á hana og farðu síðan í 
status<br> 
eða…<br> 
ýttu á Start, síðan Control Panel og síðan Network Connections.  
Þar hægri-klikkarðu á Internet-tenginguna og velur status.<br> 
Þar ættirðu að sjá þetta:<br><br> 
<img src="http://windows.stuff.is/ics_tutiral/step1.jpg“ 
height=”344px“ width=”344px“><br><br> 
 
 
2.  Núna áttu að klikka á Properties, síðan Advanced og færð út 
þennan glugga:<br><br> 
<img src=”http://windows.stuff.is/ics_tutiral/step2.jpg“ 
height=”443px“ width=”367px“><br> 
Hérna á að vera hakað við ”Allow other network users to connect 
through this computer's Internet connection“.  Neðsti 
valmöguleikinn í valmyndinni er ekki nauðsynlegur en ég ráðlegg 
ekki að hafa hann hakaðann nema þú getur treyst öllum sem 
tengjast í gegnum tölvuna.<br><br> 
<img src=”http://windows.stuff.is/ics_tutiral/step3.jpg“ 
height=”344px“ width=”344px“><br> 
Ef þú vilt ráða IP tölu þinni sjálf(ur) en ekki hafa þessa 
leiðinlegu 192.168.0.1 IP tölu, þá heldurðu áfram að lesa.  
Annars hopparðu á seinasta skref.<br><br> 
 
 
3.  Endurtaktu skref 1 nema núna velurðu ”Local Area Connection“ 
í staðinn fyrir Internet tenginguna.  Þá ættirðu að fá þennan 
glugga:<br><br> 
<img src=”http://windows.stuff.is/ics_tutiral/step4.jpg“ 
height=”443px“ width=”367px“><br> 
 
 
4.  Finndu Internet Protocol (TCP/IP) undir ”This connection uses 
the following items:“ og tvíklikkaðu á það.<br> 
Ef þú sérð það ekki, veldu ”Install…“, síðan ”Protocol“, síðan 
”Add…“, manufacter er Microsoft og þarna ætti ”Internet 
Protocol (TCP/IP)“ að vera.  Ýttu síðan á ”OK“.  Tvíklikkaðu núna 
á það.<br> 
<img src=”http://windows.stuff.is/ics_tutiral/step5.jpg“ 
height=”488px“ width=”404px“><br> 
Svona ætti glugginn nokkurn veginn að vera stilltur.  Svona áttu 
að stilla gluggann:<br> 
IP address = Þetta er IP talan sem þú vilt að netþjónninn ætti að 
vera stilltur sem.  Ég mæli með þessari IP tölu því hún er stutt 
og mjög auðveld að muna.  Það er ekki hægt að velja hvaða IP tölu 
sem er og það má ekki vera sama IP talan sem þú notar til að 
tengjast netinu.<br> 
Það skiptir engu máli hvaða Subnet mask þú vilt vera á en það 
verður að vera það sama á öllum vélum sem tengjast við þig.  Hitt 
á að skilja eftir tómt.<br><br><br> 
<h4>Núna förum við í tölvuna sem tengist við hina:</h4><br> 
 
 
5.  Farðu í Local Area Connection á tölvunni sem tengist í gegnum 
netþjóninn.  Endurtaktu skref 3 og 4.<br> 
<br> 
<img src=”http://windows.stuff.is/ics_tutiral/step6.jpg“ 
height=”455px“ width=”404px"><br> 
 
 
6.  Svona áttu að stilla þetta:<br> 
IP address = Notaðu sama IP address og á hinni NEMA breyttu 
talnaröðinni á eftir seinasta punktinum í eitthvað annað.<br> 
Subnet mask = Hafðu það nákvæmlega það sama og á netþjóninum, 
annars mun þetta ekki virka.<br> 
Default gateway = Skrifaðu IP töluna á netþjóninum hingað.<br> 
Preferred DNS server = Skrifaðu IP töluna á netþjóninum 
hingað<br> 
<br> 
 
 
7.  Endurræstu báðar tölvurnar.  Til öryggis, ræstu netþjóninn 
fyrst og síðan hinar tölvurnar.