Málið er að ég er með ADSL 512 kb/s og þá á náttúrlega allt að vera í fína… NeMa öll download hjá mér ná aldrei að klárast. Ég hef prófað windows default download managerinn og Download Accelerator Plus, en ekkert er að ganga. Venjulega gerist þetta þegar það eru komin 78 - 90%. Ég er með MEIRA en nóg af lausu plássi á tölvunni minni þannig að það getur ekki verið málið.

En þetta lýsir sér þannig að t.d. ef ég nota Download Accelerator Plus og svo sér maður details og hann skiptir öllu niður í fjóra raðir svo fær hann þetta í fjórum pökkum en hann frýs alltaf á einum pakkanum.

Veit einhver hvað er að? Gæti þetta verið hjá Símnet eða?
Allvega, helst ekki segja mér að formatta tölvuna.