Heyrðu þannig er mál með vexti að um miðvikudagskvöldið, áður en ég fór að sofa lét ég Avast scanna tölvuna mína (gerði Thorough Scan), svo þegar ég vakna um morguninn þá er talvan búin að reboota sig og kemst ekki inná windowsið :S

Þannig alltaf þegar ég kveikti á tölvunni þá komst ég ekki lengra en í biosinn og eftir það kom bara svartur skjár og efst í vinstra horninu stóð
“A Disk Read Error Has Occured, Press Ctrl + Alt + Del to Restart”
þá var greinilega eitthvað að Windowsinu á harðadisknum þannig ég setti Win XP Pro diskinn í drifið og ætlaði að Repair-a það, en nei þá kom upp sá “val”möguleiki að ég þyrfti að Formatta C:// diskinn! og það var það eina sem ég gat gert, eins og allt hefði þurrkast út :S

Allavegana þá installaði ég bara windows upp á nýtt inná hinn harðadiskinn og ætlaði að gá hvort ég gæti lagað þetta í gegnum hann, en nei þegar ég reyni að fara inná C:// diskinn þá kemur aftur að hann sé Unformattaður og ég þurfi að formatta hann!
Allt draslið mitt er inná diskinum, tónlist, bíómyndir, þættir, ljósmyndir, vinnuskipulag yfir síðasta árið og bara allt sko!
Er einhver séns á að einhver hérna viti hvort það er eitthvað sem ég get gert til að bjarga skjölunum inná harðadisknum?

Bætt við 22. júní 2007 - 15:41
Heyrðu já var að pæla hvort það er eitthvað hægt að treysta á Easy Recovery Professional Edition?
http://www.ontrack.com/