Ég veit ekki laveg hvort þetta á heima hér en set þetta hér samt.

Þannig eru málavextir að ég keypti mér nýlega fartölvu (bara núna fyirr jól) og allt gekk eins og í sögu þar til fyrir fáeinum dögum þegar CD-drifið fékk sjálfstæðan vilja. Ég set diskinn í og hún les hann en það kemur ekkert. Ef ég fer í My Computer þá er eins og það sé ekkert CD-drif í tölvunni. Þetta kemur samt bara stundum, og stundum er allt í lagi með hana.

Getur einhver sagt mér hvað ég á að gera?!

P.S.
Ef það hjálpar eitthvað þá er þetta Fujitsu Siemens Amilo-eitthvað sem ég keypti í BT.