Ég setti upp win2k fyrir ástkæru systur mína og ég er að lenda í vandamáli sem ég hef ekki séð áður. Þannig er mál með vexti að windows les ekki diskinn eftir raunstærð heldur sem 2 GB (hann er 13 GB og speglar þá stærð í bios-num.) Er hér einhver sem að hefur lent í svipuðu og fundið lausn á þessu, eða er mér uppálagt að setja upp stýrikerfið aftur (sem ég nenni ómögulega, preparing to run windows for the first time eru skilaboð sem að ég hef séð of oft á minni tölvuævi.)
Með fyrirfram þökk
Promazin