smá vandamál

Ég var að koma heim úr páskafríi og ætlaði bara að slaka á í tölvunni eftir langt ferðaleg, sem er ekki frásögu færandi, nema hvað. Fyllist ekki skjárinn af pop up viðbjóði um leið og ég logga mig inn!

Að sjálfsögðu byrja ég að öska á allt og alla hérna heima fyrir að vera alltaf að fylla tölvuna af einhverjum viðbóði um leið og ég sný mér undan.

Eftir nokkurra klukkustunda árangurlausar hreinsunaraðgerðir gefst ég síðan upp og ákveð að formata helvítis bara.

Formatið gekk ágætlega. En þegar ég var búinn og ætlaði að fara að installa öllum driverunum aftur inn sem ég var með, hafði geymt installið af þeim á slave diskum, sá ég mér til mikillar skelfingar að ég kemst ekki inná slave diskinn.

Ég er búinn að vera að róta í öllu sem ég finn í disk management, og breytti meðal annars primary gaurnum líka í dynamic, datt í hug að það myndi gera trikkið, en það virkaði ekki heldur.

Þannig að núna eru allar bíómyndirnar mínar, lögin og allt dralsið bara fast á disk sem ég virðist ekki geta notað nema að gera “convert til basic disk” sem væri í lagi ef að maður myndi ekki þurfa að formata diskinn til við þá aðgerð.

Þannig að er eitthvað hægt að gera?