Ég á í töluverðum erfiðleikum með tölvuna mína.
Ég var að kaupa mér nýjan 7200 sn. 160 GB disk um daginn.
Ég er setti stýrikerfið (WIN XP PRO) upp á nýtt og það er eiginlega ekki hægt að gera þetta vitlaust þar sem kerfið gerir þetta sjálft.
Vandamálið er að tölvan frýs í tíma og ótíma meðan hún er að ræsa sig upp og gengur frekar illa að fá dótið til að virka almennilega.
Allskonar villubendingar koma upp og ein sem kemur eiginlega alltaf er “Missing NTLDR” samt er sú skrá á sínum stað.
Ég er búinn að reyna Repair og setja stýrikerfið upp á nýtt en allt er við það sama.
Spurningin er hvort einhver hér kannast við þetta vandamál eða hvort að þessi nýji diskur sem ég keypti sé hreinlega gallaður.
Ef svo er getur það þá líst sér svona?
Hitt vandamálið er að eldri diskurinn sem ég á sem er 40 GB.
Ég ætlaði að tengja hann við sem þræl og geyma gögnin mín á honum. Ég hef margt oft gert þetta og engin vandamál verið en nú varð breyting á.
Diskurinn var formataður fyrir NTFS skráakerfi sem tölvan mín virðist ekki geta lesið í dag.
Hún les diskinn sem 40 GB og segir um leið 0 GB FRI og 0 GB USED. Það voru 15 GB laus á disknum áður en ég tengdi hann við sem þræl.
Ég er orðin frekar desperat á þessum disk og vil helst ekki tapa því sem er á honum.
Ég vona að einhver hér kannist við þessi vandamál sem ég hef nefnt hér og geti frætt mig um hvað sé til ráða.