Gaman væri að heyra frá raunum annara með Windows stýrikerfið og hvernig þið eruð að fíla það. Svo ég skal byrja ;)

Því miður eru þær ekki skemmtilegar. Þó ég sé ekkert sérlega mikið fyrir vörur frá fyrirtæki sem leggur meiri metnað í söluhernað frekar en stöðugleika þá keyri ég það á einni vél af þeim þremur sem ég á. Reyndar keypti ég nýja tölvu rétt fyrir jólin og var að setja hana bara upp núna ásamt nýju tölvuborði sem ég fékk í jólagjöf. En svo leiðinlega vildi til að eftir einungis ca. 15 mínútna notkun
með Windows 98se (en tölvan kom uppsett með því) þá hrundi tölvan! Ég er alls enginn nýgræðingur á tölvum, enda búinn að eiga tölvu síðan '95, svo ég veit alveg hvað ég er að gera. En þetta eina dæmi sýndi mér bara enn betur hversu óáreiðanlegt og óstöðugt Windows stýrikerfið er!

Og ekki bara óstöðugt, heldur götóttari en svissneskur ostur!! Ég er skráður í hinum og þessum póstlistum og það líða ekki nema ein eða tvær vikur þar sem ég fæ aðvörun um nýja holu í Windows. Og ég ætla ekki einu sinni útí það hversu minnisgráðugt það er..!

En gaman væri að heya frá ykkar raunum. Hvernig hefur Windows reynst YKKUR annars? ;)

kv.
JayJay
-axuz