Loksins sé ég ljós við enda ganganna, evrópusambandið hefur í hyggju að banna nokkrar gerðir af “vafrakökum” sem betur eru þekktar sem cookies. Fæstir venjulegir notendur vita þó hvað þetta
fyrirbæri er, eða jafnvel hvað það gerir. Við það að fara inn á huga, logga sig inn og velja “muna eftir mér”, seivast cookie sem hefur að geyma upplýsingar um passwordið þitt. Þetta gerir að það að hugi nær í þetta cookie og loggar þig automatiskt inn.
Hægt er að nota cookies til að fá upplýsingar um ferðir notandans um netið. Þannig væri hægt að mæla hvert notandinn fer mest og þá hvað hann hefur áhuga á. Auglýsingastofur græða á því þar sem að þær geta stillt heimasíður eftir því hvaða cookies notandinn er með á tölvunni. Þú færð semsagt bara auglýsingar sem koma áhugamáli þínu við. Þetta virkar saklaust en því miður eru til
óprúttnir aðilar sem nota cookies til að ná í ýmsar upplýsingar um þig og þína notkun á netinu. Tilhvers þeir gera það veit ég ekki en þið megið koma með hugmyndir :)
Ég er ánægður með þetta þar sem ég vil gjarnan losna við alla þessa “sextrackers” cookies sem eru að flooda temporary internet files dirið hjá mér. Þið ættuð að kíkja þangað og athuga hvað þið eruð með, skemmtileg reynsla í vændum.

Þið sem óttist að það verði bannað að nota cookies í countera ættuð að geta andað hægar. Það verða einungir bannað að nota cookies til upplýsingaöflunar. Einnig ættu notendur huga að geta
notað cookies til að geyma passwordið sitt. Þetta ætti þannig ekki að hafa áhrif á daglegt líf okkar, við getum semsagt farið út með hundinn í friði og svavar getur haldið áfram að bera út moggann í friði :P
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.