Það var einn góðan veðurdag að undirskrifaður fékk sér bíltúr út í ónefnda tölvuverslun og fjárfesti þar í nýju móðurborði og örgjörva. Þegar heim var komið hófst ég handa að setja upp tölvuna. Með móðurborðinu fylgdi geisladiskur með Norton Internet security og ég ákvað að setja það upp á tölvuna (þar sem það var nú frítt). Þá kemur upp á daginn að Norton leyfir mér ekki inn á tölvupóstinn minn, ekki heimabankann og fleiri og fleiri síður. Ekki get ég einu sinni notað MSN.
Þegar ég komst að því að það var N.I.S. sem var að hamla mér í að gera þessa hluti ákvað ég að breyta stillingunum. En þá kemur upp á daginn að ég hef ekki næg réttindi til að fara í options…
Ég logga mig inn í windows sem admin, og viti menn… ég hef ekki næg réttindi. Þá fór ég að leita í troubleshoot og fann að maður ætti að logga sig inn á N.I.S. til að meiga þetta. En ég er búinn að rekja mig í gegnum alla valmöguleika í þessu forriti og í engum þeirra get ég loggað mig inn.

Jæja, þá tók ég þá ákvörðun að henda honum út… En viti menn, þegar ég ætla að uninstalla honum segir hún að ég hafi ekki næg réttindi og ég þurfi að logga mig inn á N.I.S. til að henda honum út.

Og hér er ég í dag, með vírusvarnarforrit sem leyfir mér ekki að gera neitt, ekki einu sinni að taka sig út (Þetta hljómar eins og skilgreining á vírus..).

Ef einhver gæti hjálpað mér í þessari kreppu yrði ég ægilega feginn, enda orðinn meira en leiður á þessu máli.