Peter's principle er svolítið sniðug regla. Hún kveður á um að starfsmenn stofnunar eru alltaf hækkaðir í tign þar til þeir ná því starfi sem þeir eru verstir í. Þ.e.a.s., þegar maður er góður í starfinu sem maður er í er maður færður í annað starf, hærra í tign. Sé maður góður í því líka hækkar maður aftur í tign, koll af kolli þar til maður lendir í starfi sem maður stendur sig illa í. Þetta endurtekur sig fyrir alla starfsmenn stofnunar þar til hún er uppfull af illa vinnandi fólki.

Þetta er áhugavert, sbr. bankakreppuna.

Kannski launahækkanir virki betur?