Raunvísindi eru áberandi á vefsíðum Huga um vísindi og fræði. Hér er þó líka skrifað um sagnfræði og t.d. birtir tenglar á greinar um heimspekinga (þar er reyndar áberandi vöntun miðaldaheimspekinga; Vilhjálmur frá Occam var ekki þeirra mestur, svo mikið er víst). Að öðru leyti er nánast verið að sniðganga hugvísindin (og dulspeki tel ég ekki til vísinda!). Hvar er sálfræði, félagsfræði, guðfræði, lögfræði, stjórnmálafræði og bókmenntafræði? Þetta er ekki sett fram til að gagnrýna, heldur til ábendingar.

Ég ætla nú að gefa hér tengil á nánast glænýja grein mína um Snorra Hjartarson (1906–1996), það skáld, sem ég tel gnæfa yfir önnur íslenzk skáld um miðja 20. öld og á seinni hluta hennar. Ekki lít ég svo stórt á mig að telja þetta bókmenntafræðilega grein – fremur er þetta æviágrip með ýmsum upplýsingum úr rithöfundarferli hans, ásamt fáeinum dæmum. Ummæli hans sjálfs í óbundnu máli um lífshlaup sitt og bragiðju eru líka áhugaverð, ennfremur það sem fram kemur um áhrifavalda á þetta mikla skáld.

Grein mín er alllöng (yfir 29.000 slög), en ég hvet ykkur til að líta yfir hana, hún er á vefslóðinni http://www.gardur.is/einstakl_itarefni.php?nafn_id=143319 – og njóti þeir vel, sem vilja tilbreytingu frá öðrum fræðum á þessu vefsetri. – Jón Valur Jensson.