Sfinxinn við Giza Sfinx er þjóðsagnavera upprunin í egyptalandi, þeir voru verndarar og tákn sólguðsins RA.
Það var ekki fyrr en löngu seinna í grikklandi sem sfinxar öðluðust illt innræti, þar stóðu þeir í vegi fyrir vegfarendur sem þurftu að svara gátum svo þeir yrði ekki étnir.
Eins og með alla aðra egypska list sem grikkir tileinkuðu sér settu þeir á hann sinn eigin stíl og sýndu sfinxa með vængi.

Meðal helstu ummerkja um sfinxa er Sfinxinn í Giza og er hann einnig sá stæðsti og frægasti.
Menn eru ekki á sama máli þegar kemur að því að spá um aldur þessa undurs, flestir telja að hann hafi verið gerður á valdabili Kefrens fyrir u.þ.b 4500 árum
en eingar heimildir né sannanir eru fyrir því, sú áætlun er einungis gerð út frá staðsetningu hans.

Sfinxar í egyptalandi báru adlitsdrætti faróanna og því er ráðlegt að taka mið af því að Sfinxinn í Giza geri það einnig.

Hann er höggvinn úr heilu kalksteinsbergi sem er afar óhenntugt þar sem kalksteinn er mjög mjúkur, en hafði þann kost að auðvelt var að höggva hann út,
því er hann mjög svo veðraður og ekki bætir úr skák að það vantar á hann nefið.
Nokkrar tilgátur eru til um hver afmyndaði Sfinxinn þar á meðal að Bonaparte hafi skotið á hann fallbyssu, eða að tyrknenskir hermenn hefðu verið þar á ferð en
á 16. öld skrifaði egypski sagnfræðingurinn al-Maqrizi að súfiprestur hafi reiðst svo ægilega þegar uppvíst var að bændur færðu Sfinxinum fórnir í von um
betri uppskeru að hann hafi ætlað að eyðileggja hann, en aðeins náð að afskræma, og það tel ég það sem hafi gerst.

Árið 1991 endurgerði meinafræðingurinn Frank Domingo andlit sfinxinns með sömu tækni og notuð er við höfuðkúpur í glæpamálum og bar saman við minni styttu
sem vitað er fyrir víst að beri anlditsdrætti Kefrens, niðurstaðan var sú að andlitsdrættirnir væru afar frábrugðnir og reyndar að Sfinxinn bæri andlitsdrætti blámanns og
væri heldur líkari farónum Kapos, vísbendingar hafa gefið til kynna að Sfinxinn sé raunar af hálfbróður Kefrens, syni Kapos.
Þessar vísbendingar er ekki afgerandi og gefa mikið svigrúm, en benda þó til að sumir farónna hafi átt ættir að rekja sunnar í afríku, sem er alls ekki ólíklegt.

Aðrar tilgátur um aldur Sfinxins benda til þess að hann sé um 10.000 ára gamall, jarðfræðingurinn Robert Schoch hefur fundið ummerki um að mikil flóð hafi veðrað hann og leita þarf
aftur til 5000 - 7000 f.kr. til að finna slík skilyrði í egypsku eyðimörkinni. Færri fræðimenn fylgja þó þessari tilgátu.

Í hinum fornu höllum og hofum Egyptalands finnast fullt af sfinxum en ávalt fara þeir tveir saman og horfast í augun líkt og varðmenn beggja vegna inngangs.
Í fornu egypsku handriti, (mun eldra en Sfinxinn, sem enn og aftur segjir til um að hann sé eldri en almennt sé talið) segjir frá öðrum sfinxi hinum megin við Níl (sem rann eitt sinn nær Giza)

Í grískum- rómverskum og múslemskumtextum er getið um þennan sama sfinx sem eyðilagðist í kringum 1000 - 1200.
Árið 1200 varð Kaíró fyrir miklum jarðskjálfta og íbúar tóku steina úr pýramítum til að endurreisa hús sín og í tveimur arabískum alfræðiritum frá árinu 1150 er getið um þennan annan sfinx
þar sem hann er í mjög slæmu ásigkomulagi og bakkar Nílar komnir næstum upp að honum.
Níl hélt áfram að færast austur og hefur eytt öllum ummerkjum um hinn sfinxinn.

Talið er að sfinxarnir tveir hafi verið reistir á mörkum Efra- og Neðraegyptalands til að vernda landsvæðið á milli.
Sitthvorir þjóðernishópar byggðu Efra- og Neðraegyptaland (sem var mun stærra þá en í dag) og í kringum 3200f.kr. (sem passar við að Sfinxinn sé u.þ.b. 4500 ára) voru partarnir tveir
sameinaðir í eitt veldi og tími faróanna tók við.

Forn-egyptar kölluðu landið sitt “Tawy” sem þýðir “tvö lönd” sem með tímanum breyttirst í “Kemet” eða “svartaland” og vísar í svarta moldina við bakka Níl.
Sfinxarnir tveir eru tákn um um Egyptaland til forna og að mínu mati byggðir því til dýrðar.

Þakka lesturinn