Ég hef tekið eftir því að vísindamenn hafa oft á tíðum verið vanmetnir.
Tökum til dæmis John Snow. Ég þori að veðja að flestir sem eru að lesa þetta núna vita ekki hver hann var. Hann var læknirinn sem fann smitleið kóleru. Sem drap um 500 manns á tíu dögum. Skelfing hafði gripið íbúa þéttbyggðu hverfunum í Lundúnum árið 1854. Heilbrigt fólk flýði borgina og hélt burt frá henni bænum, eins langt og hugsagst gat. Eftir urðu þeir veiku og þeir sem biðu kvalarfulls dauða. Þessi sjúkdómur sem herjaði á fólkið var kólera. Og herjaði hún helst á fólk í námunda Broad Street og Golden Square. Í allri borginni létust 100.000 manns lífið í þessum faraldri. Hann bjó sjálfur í þessu hverfi og hjálpaði fólki þar. En hann kortlagði líka öll ný tilefni sem hann vissi af og komst þá að því að dauðsföllin voru flest við brunn einn þarna. Honum datt það í hug að smitleið kóleru mátti rekja að drykkjarvatni. En allmennt var talið að kólera og aðrir smitsjúkdómar áleitnir eiga rætur að rekja til svonefndra eiturgufa sem fólk veiktist við að anda þeim að sér. Og það væri ekkert annað að gera nema að bíða þangað til að þetta væri búið.
Þegar faraldurinn geisaði sem hæðst ákvað hann að láta skynsemina ráða og rannsakaði þetta betur og komst hann að því að sjúkdómurinn legðist mest á maga og þarma. Sem var skrítið vegna þess ef að marka átti kenningu samtímamanna hans. Ætti sjúkdómurinn að leggjast á öndunarfærin. Hann skrifaði síðan ítarlega grein um þetta. Og vakti hún enga athygli honum til mikillar mæðu. Örugglega vegna þess að margar kenningar komu fram um kóleru á þessu tíma.
Með þessari kortleggingu sinni á nýjum tilfellum þá komst hann að því að þetta fólk sótti vatn sitt frá Vauxhall Water Company. Sem sótti ein allra vatn sitt í neðri hluta árinnar Thames. Sem hafði þá runnið í gegnum London og blandast frá rennslisvatn áður en það fór í dæluna. Þar sem íbúarnir sóttu sér drykkjarvatn.
Verkamennirnir á Broad Street voru mjög heppnir að þeir hefðu drukkið allan þann bjór sem þeim lysti (LOL). Hann hafði skoðað vatnið í smásjá og fundið einherjar örverur sem líktust helst hvítum hnoðra. Og við verðum að athuga að þessum tíma var ekkert vitað um bakteríur og sýkla. Þá fór honum fyrst að gruna eitthvað. Og datt honum það í hug að þetta væri sjálf smitefnið. Hann var svo viss um að kenning hans væri rétt að hann sótti um fund hjá bæjarstjórninni. Hann bar upp erindi sitt var stuttorður en gagnorður. Og lauk með þeirri tillögu að handfangið af dælunni við Broad Street væri fjarlægt. Þó að bæjarstjórninni þætti þetta undarlegt, féllst hún samt á þetta.
Og eftir það fór strax að draga úr kólerunni. Þrátt fyrir það þótti fólki þetta furðuleg kenning og sögðu heilbrigðisyfirvöld “Eftir ýtarlega rannsókn sjáum við enga ástæðu til að taka undir orð hans varðandi þetta mál”. Rannsóknir John Snow höfðu að engu síður djúp áhrif á flesta lækna Lundúnaborgar og var hann kosinn formaður læknafélagsins árið 1855. Hann dó 16.júní árið 1858 vegna slags sem hann fékk 9 þann mánaðar, 45 ára að aldri. Telja margir að ótímabæran dauða hans mætti rekja til þess hvað hann notaði oft sjálfan sig sem tilrauna dýr við rannsóknir með deyfiefni. Vegna þessara rannsókna hans er kólera nærrum því úr sögunni.
Seinna uppgötvaði Frakkinn Louis Pasteur heilan heim af örverum og í dag vitum við að kólera á rætur að rekja til bakteríu sem heitir á latínu Vibrio cholerae. Sagan var gleymd og grafinn en árið 1991 grófu nokkrir læknar upp söguna og stofnuðu félagið The Jhon Snow Society.
Ef þetta er ekki að vera vanmetinn vísindamaður þá veit ég ekki hvað er.
Albert Einstein var vanmetinn í fyrstu en ekki núna. Fólk hélt að hann væri hálfviti með afstæðiskenningu sinni.
Og hver hefur ekki staðið sig að verki að líta í Lifandi Vísindi kíkja á fyrirsögnina og hugsa með sjálfum sér eru þeir hálfvitar. Eða hugsað þetta um grein á Huga.
Mér finnst að fólk eigi að taka öllum kenningum með opnum huga og mynda sér skoðun á þessu eftir að hafa lesið hana og stúterað hana. Og ekki hella ljótum orðum yfir þetta fólk sem er að leggja sig fram við þessa kenningu.
Kveðja Disneyfan