DVD+RW sambandið hefur ákveðið að gefa út 8.5gig skrifanlega DVD+R diska og drif í ágúst á næsta ári. Beðið hefur verið með nokkurri óþreyju eftir þessu því að hingað til hefur ekki verið hægt að gera 1:1 afrit af DVD9 diskum sem eru notaðir fyrir flestar bíómyndir á núverandi skrifanlega DVD diska sem hafa aðeins eitt lag og rúma því aðeins 4.7gig.
Að tækninni standa drifa framleiðandinn Phillips og diskaframleiðandurnir Verbatim og Mitsubishi Kagaku.