Heyrðu það er eitthvað að tölvunni minni.

T.d. ég er að spila tölvuleiki og er búinn að vera í svona korter eða eitthvað. Þá frýs skjárinn og hljóðið frýs en það heyrist samt einhvað bara eins og það sé lagg. En lyklaborðið er alveg slökkt og samt er ljós á tölvunni. svo þegar ég reyni að kveikja á henni aftur þá heyrist svona eins og það sé að kveikjast á henni en svo slökknar aftur á henni. En eftir einhvern tíma ef ég slekk að aftan á powerinu og kveikji svo aftur á henni þá virkar hún.

Ég held að hún sé að ofhitna en hvað haldið þið?

Einhverjar hugmyndir? Hvernig get ég lagað þetta?



Bætt við 2. janúar 2009 - 23:17
og ég er búinn að formatta hana einu sinni.