Þetta byrjaði allt með því að allt tengt míkrafónum og hljóði fór að láta illa. Það heyrist ekkert í mér þegar ég er á vent, teamspeak eða að taka upp hljóð. En samt sýnir tölvan að ég sé að tala. Svo fór þetta að versna enn frekar. Netið fór að detta út nokkrum sinnum á dag. Það er ekkert að routernum, aðrar tölvur á heimilinu eru enn tengdar. Svo er það þetta nýjasta. Partar af skjánum verða svartir, allt er á alveg random stöðum og sumt blörrast.

Er þetta ekki móðurborðið?
Ég er víkingur og ég þekki fleiri víkinga svo að þú skalt vara þig.