Ok, nú þarf ég þó nokkra hjálp.

Málið er að ég er með tölvu með 6 IBM 75GB gxp diskum og þeir eru allir tengdir í RAID kort. Málið er bara að ég þarf að taka einn úr en það mega engin gögn tapast.

Ég las póst eftir gti þar sem hann fjallaði um RAID og þá nefndi hann þessa:

Raid-0(Striping) , Raid-1(Mirroring) og Raid-0+1(Striping+Mirroring).

Ég er ekki viss um hvað ég er með af þessu en hvernig get ég komist að því og farlægt einn diskinn án þess að tapa gögnum?