Svo er mál með vexti að ég fékk gefins móðurborð, aflgjafa og skjákort um daginn. Móðurborðið er frá gigabyte (er ekki með bæklinginn fyrir framan mig eins og er þannig að ekkert nákvæmara um það) skjákortið er GeForce 7600GT. Ég keypti mér síðan örgjafa, harðan disk og turnkassa til þess að fara með þessu (átti geisladrif fyrir) og tróð síðan þessu öllu í.
Eftir að hafa verið að bagslast við að tengja þetta fram og aftur fer hún loksins í gang og helst í gangi en þá er sá galli í gjöf njarðar að hún slær út rafmagnið í sirka þriðja hverju skipti sem ég kveiki á henni.
Síðan er ég með einhvern medion hlunk sem skjá sem á sér rætur langt aftur í steinöld sem ég er að reyna að tengja við en á skjákortinu eru einungis 2 DVI tengi. Ég set einhvað millistykki sem ég á til þess að geta tengt við skjáinn en samt kemur engin mynd. Veit ekki hvort það hjálpi einhvað við vandamálslýsinguna en þá opnast geisladrifið ekki heldur. Eina sem fer í gang þegar ég kveiki á tölvunni er einhvað mjög fallegt blátt ljós og vifturnar.

Getur einhver hérna tekið það að sér að kíkja á þetta fyrir mig fyrir slikk eða sagt mér hvað hrjáir tölvuna mína??
I want to walk across the Rainbow Bridge