Var að splæsa í nýjan turn um daginn. Fékk þá í tölvutækni til þess að setja hann saman fyrir mig en er ekki alveg nógu sáttur með örgjörvakælinguna (eitthvað coolermaster drasl). Ætlaði fara í það að yfirklukka þetta eitthvað í dag en fannst hitinn á örgjörvanum hækka skuggalega hratt. Örgjörvinn var í kringum 40° idle á 2.4Ghz (Q6600) en fór með hann í rétt 2.6Ghz og þá hoppaði hann upp um c.a 10 gráður :S
Finnst 50°C idle full hátt, það er fínt loftflæði í kassanum svo ég kenni örgjörvaviftunni algjörlega um.
Með hverju eru menn að mæla í dag? Tými varla að eyða einhverjum 7 þúsund kalli í þetta. Finnst það bara full mikill peningur fyrir 2-3° minna en einhver helmingi ódýrari vifta skilar. Var að spá í td. AC Freecer 7. Er einhver að nota hana hérna?
Allavega, endilega komið með einhverjar uppástungur.
Einnig, hvað ætti ég að nota til þess að hreynsa það kælikrem sem núna er á örgjörvanum af?