Núna er það ljótt !!!! Ég er kominn með 16 bita hljóðkort í tölvuna hjá mér en það gengur ekkert að finna dræver fyrir þetta. Fyrirtækið sem bjó kortið til hefur selt öðrum fyrirtækjum þennan hluta fyrirtækisins þannig að maður finnur engann driver fyrir þetta. Gargh… Þetta er sko Opti 16 , er einhver með hugmynd um hvernig ég get leyst úr málunum. Ég er með windows 98 og er orðinn pirraður á því að geta ekki hlustað á mp3 lög í tölvunni hehehe … ef ykkur dettur eitthvað í hug endilega látið mig vita.