Ég er í miklum vandræðum með fartölvuna mína, hún er að bila í 100.000 skiptið. Fyrst byrjaði hún á því að hætta að lesa alla DVD diska yfirhöfuð, kemur bara eins og enginn diskur sé settur í, þetta var fyrir ca. 1 mánuði. Núna í kvöld tók hún svo upp á því að hætta að lesa CD diska líka. Ég prófaði nokkra CD diska, suma keyrir hún hálfa leið en frýs svo, aðra spilar hún svo ekki yfirhöfuð. Arg þetta er svo pirrandi því harði diskurinn hrundi fyrir ekki svo lengi og öll gögn eyðilögðust og ég þurfti að láta setja í nýjan harðan disk með tilheyrandi kostnaði. Þetta er 3 ára medion tölva. Ég var að spá, er hægt að kaupa nýtt drif í fartölvu eða er hægt að láta gera við það eða eitthvað? Vitið þið eitthvað ca. hvað nýtt drif kostar?