ég var í Half life2 og í einu modi sem kallast Garry's mod og var þar að reyna svoldið á tölvuna því það var svoldið mikið að gerast og stundum hikstaði hún smá eða það voru rikkir. en svo fer ég úr því og í einn lítinn leik sem heytir eitthvað Bridge Builder (átt að gera brú yfir eitthvað, hljómar ekkert spennandi en þetta er ágjætis leikur)
en svo ætla ég útúr honum og geri bara esc esc og aftur esc eins og vanalega nema núna kemur bara hvítur skjár og ég get ekkert gert svo ég restarta með því að ýta á takkan og ekkert kemur nema bara svartur skjár og það kemur píp frá kassanum eins og sírenu hljóð og ég get ekki slökt á henni svo ég slekk á aflgjafanum. bíð smá stund og kveiki svo á tölvunni og virkar hún fínnt núna. Ég var ekkert búinn að restarta tölvunni í allan dag og það var búið að vera kveikt á henni síðan um hádegi. Veit einhver hvað gæti verið að? Tölvar er ný og allt mjög gott.

Kassi - Tower - Tsunami400W CA-3400BWA Dreamtower Ál Svartur.
Móðurborð - AMD - Socket 939 - Abit AX8 VIA K8T890+VT8237 PCI Express.
Örgjörvi - AMD64 - 939 - CPU AMD Athlon 64Bit 3000+.
Minni - DDR Minni - MDT Twinpacks 1024MB 400MHz PC3200 CL2,5 2x512.
Skjákort - PCI-E - ATI - Powercolor ATI Radeon X700 Pro 256MB PCI-E.
Kæling - Örgjörvavifta - NorthQ Kopar 120mm P4/K8/K7/775 NQ3312.