Ég var að reyna að tengja nýju tölvuna mína við gömlu tölvuna gegnum hub(ég á hub og tvær snúrur til að tengja í hub þess vegna nennti ég ekki að fá mér covax snúru, hún hefði líka þurft að vera 15 metrar). Ég var með uppsett netkort í nýju tölvunni þegar ég fékk hana og ég hef farið á LAN með hana.(þurfti reyndar að stilla netkortið eitthvað) Ég stillti svo netkortið í gömlu tölvunni eins og í nýju tölvunni nema auðvitað annað IP address. Þetta virkar næstum. Gamla tölvan getur fundið nyju tölvuna en ekki nýja gömlu. Ef ég reyni að spila leiki og starta með gömlu get ég ekki connectað með nýju og ef ég starta með nýju reynir gamla að tengjast netinu og getur svo ekki connectað.

Ef einhver gæti hjálpað mér sem fyrst myndi ég meta það mikils.