Það var þannig að ég keypti mér Dxr3 afspilunarkort fyrir nokkru síðan og lét það í, svo tengdi ég það við sjónvarp og þá sást nú e-ð en myndin blikkaði alltaf. Svo núna var ég að kaupa mér Hercules(3D ProphetII)Geforce2 GTS kort og á því er tv-out en þegar ég vel output device þá get ég ekki valið TV-OUT. Hvernig stendur á því? Þarf ég að starta tölvunni með tengið í kortinu svo hún supporti það þá? Mig langar bara til þess að vita hvort að ég geti ekki einhvern veginn tengt tölvuna mína við sjónvarp og þannig horft á DVD í TV. Annahvort með afspilunarkortinu eða skjákortinu. Það fylgdi líka PowerDVD Playerinn með kortinu svo þegar ég reyni að innstala honum þá þarf ég CD-key og þetta CD-key er ekki neinstaðar hérna. Getur einhver látið mig hafa?