Ég er nýbúinn að kaupa mér tölvu en það var tölva fyrir á heimilinu. Ég vildi ekki fara að nota tvær línur til að fara á netið (það væri líka alltof dýrt) þannig að ég keypti router. Ég var búinn að heyra það frá vinunum að það gæti orðið vandamál að vera með router ef ég ætlaði að fara að nota DC++. Og það kom vandamál. Þegar ég klikka á gaur sem er með laust slot og byrja að downloada af honum þá kemur “connecting”. En svo kemur oftast “connection timed out”. Þetta kemur hjá flestum gaurum sem ég reyni að downloada af. Þannig að ég spyr bara: Hvað á ég að gera?

Er þegar búinn að setja þetta á www.hugi.is/netid en fekk ekki svar þannig eg reyni hér núna :/
<br><br><u>Hús lygarans brann því enginn trúði honum </u>

<b>Kv. G.M </
Undirskrift