Bara svona að gamni að segja frá því hvað hitinn á örgjafanum fór niður. Ég er með amd 2000+ kubb og hann var að keyra á um 62c og kerfið á 44c og það þótt kassinn væri opinn á annari hliðinni. Ég er með Aopen kassa og skar úr honum að aftan fyrir 120mm viftu og ekkert annað. Örgjafinn fór í 52c og kerfið í 33c. Það er greinilegt að heitt loft hefur safnast fyrir efst í kassanum og ekkert hreyfst þrátt fyrir að kassinn var opinn. Nú er spurning að ef maður setti gat á hliðina hvort kælinging yrði meiri, þ.e.a.s. aukið loftflæði. Eða myndar ein stór vifta vakum og skapar þar með undirþrýsting (gæti þurft að þétta kassan betur.). Og hvort væri betra að hafa viftu eða ekki með tilliti með hávaða og loftflæðis (hraðari loftskipti). Og hvar væri best að hafa gatið(viftuna).Tvö beggja meginn neðst, eitt öðru meginn neðst eða ofar? það eru ýmsar spurningar sem vakna.