Ok, ég er/var þessi meðal tölvugaur. Átti 500mhz p3 tölvu, með
ágætu skjákorti, og öllu. Síðan ákvað ég að uppfæra tölvuna…
Slæm mistök…

Ég safnaði öllum peningunum sem ég fékk yfir sumarið, og
keypti mér nýja hluti erlendis (AMD Athalon XP2100+ örgjöfa,
Asus A7n266 -E móðurborð, 80gb wester digital HD og
256mb DDR SDRAM). Síðan keypti ég mér heatsink fyrir AMD
Athalon XP2200+ örgjöfa (var sagt að það myndi virka frekar
vel) og kassa hérlendis.

Ég setti þetta saman eins vel og ég gat (ég kann nokkuð um
tölvur, en greinilega ekki nóg), og fékk hana til að boot-a upp
ágætlega (eftir mikið basl með LED snúrum), og ég kemst
inní BIOS. Hún tekur eftir HDinum mínum og öllum hlutunum,
en segir að örgjöfinn sé 1300 mhz???

Síðan reyni ég að installa Windows XP, en það kemur alltaf
BSOD eftir smá stund (áður en að windows fer í grapihical
mode þar sem spurgt er um nafn, og alles), með þau
skilaboð að error (alltaf mismunandi) hafi komið, og að
Windows muni hætta að installast til að eyðileggja ekki
vélbúnaðinn (hardware).

Þetta var bömmer fyrir mig (gerðist fyrir viku), og ég reyndi að
nota gamlann Hd með ME stýrikerfi… Það kveikir alveg á sér,
en kemst aldrei lengra en scan-disk áður en að BSOD gerist.
Síðan fékk ég diskettu með HDinum nýja, sem heitir “Data
Lifeguard” eða eitthvað þannig. Það skoðaði allann
vélbúnaðinn, sagði mér síðan að BIOSinn væri ekki að lesa
HDinn rétt, og að BIOSinn myndi ekki styðja Windows XP.

Hvað á ég að gera? ég hef séð á síðunni að það er hægt að
uppfæra BIOSinn einhvernveginn, en hvernig? Sérstaklega ef
ég get ekki látið inn OSið mitt…

plz getur einhver hjálpað…