Það kannast allir við brakið í tölvunni þegar harði diskurinn er að seeka (finna stöff á disknum). Mér hefur reyndar alltaf fundist þetta hljóð hálf þægilegt því að þá veit maður hvenær eikkað er að gerast ossollis.
Kallarnir hjá Seagate eru hinsvegar ekki sammála mér. Þeir hafa búið til harðan disk sem fyrir utan að snúast á 7200rpm, geta tekið 80GB, hafa 8,9msec meðal seek tíma og flytja 69,3MB á sekúndu (sem er nú bara nokkuð gott), er nærri alveg hljóðlaust.

Drifið notar SoftSonic FDB (fluid dynamic bearing) mótor og gefur þessvegna frá sér aðeins 2,0 desíbel þegar hann snýst og aðeins 2,4! desíbel þegar hann er að seeka.
Því má einnig bæta við að mannseyra greinir ekki hljóð sem eru undir 2,5 desíbelum.

Rx7