Hvernig á að overclocka nýju AMD 64 bita örgjörvana? Núna er ágætlega stór hluti tölvuunnenda búnir að næla sér í 64 bita AMD örgjörva og er ég einn af þeim og ákvað því

að skoða hvernig er að overclocka þetta og datt í hug af því framhaldi að skrifa smá um þetta hérna á huga ykkur til

fróðleiks og gaman.

Vill taka það fram áður en ég byrja að ég er ekki alveg eitt hundrað prósent á þessu öllu svo endilega leiðrétta

mig og ef þið ákveðið að overclocka örgjörvann eftir að hafa lesið þetta geriði það algjörlega á eigin

ábyrð.


Að overclocka gömlu AthlonXP örgjörvana var frekar létt, fylgjast vel með hitanum og þú varst í góðum málum.

Þú hafðir þrjá hluti sem þú gast breytt. FSB, Multiplier og Volt

Megahertzin eru semsagt reiknuð með FSB sinnum Multiplier. 200fsb og 11 í multplier myndi gefa 2,2ghz örgjörva.

Multiplier er oftast læstur og því aðeins hægt að hækka FSB til að auka hraðann og varð tölvan þá oft óstöðug og þá

þurfti að hækka voltin. Nema þegar þú hækkaðir voltin byrjaði hitinn að hækka og það hratt svo aðeins fikta í þeim

ef þú veist hvað þú ert að gera.

Ef ykkur finnst þetta flókið þá eigiði eftir að klóra ykkur í hausnum þegar þið lesið það sem kemur núna á eftir.

Núna eru nefnilega komnar nýjar breytur eins og LTD og HTT. Svo við höfum 3 jöfnur sem vinna saman.

FSB * Multiplier = Megahertz
FSB * LTD * 2 = HTT

HTT á Socket754 örgjörvum á að vera í kringum 1600 og svona 1200-1800 er best að hafa, ef þú ferð of hátt þá fer

tölvan ekki í gang og ef þú ferð of lágt byrjar MINNIÐ að vinna hægt en á Socket 939 örgjörvum á talað að vera í

kringum 2000 og gilda fyrir utan það sömu reglur um það og á Socket754.

HTT er nefnilega apparatið sem sér um samskipti á milli örgjörva og minnisins, á gömlu móðurborðunum var hlutur sem

hét Northbridge sem var innbyggður í móðurborðið og sá um það og við þurftum ekkert að hugsa um þetta en núna er

þetta komið í örgjörvann.

Allaveganna, á flestum örgjörvum er multiplier læstur nema þú sért einstaklega heppinn að fá ólæstan örgjörva svo

við miðum við að fikta í FSB.

Segjum að þú ert með 200 í FSB stock og ákveður að hækka hann í eins og 227. Þá þarftu að lækka LTD í samræmi til að

halda HTT innan marka. Flókið? Ekki svo þegar maður hugsar um það.

Setjum þetta bara uppí jöfnu svo þið kannski skiljið þetta betur.

Ég er hérna kannski með AMD 3500+ örgjörva en á honu mer multplier í 11 og FSB í 200. Það gerir 2,2gígahertza

örgjörva.

Ég hækka FSB í 227 og ég er kominn með 2,5GHZ örgjörva en á móti er HTT komið í 2270 og það er bara alltof hátt. Svo

við ákveðum að lækka LTD niður í x4 úr x5 og þá er þetta

227 * 4 * 2 = 1816 sem er innan marka og við getum sætt okkur við það.

Einnig ef þið ætlið að overclocka örgjörvann ykkur gerir það þá í skrefum og keyrið forrit eins og Prime95 eftirá

til að athuga hvort tölvan sé ekki stable, þetta er semsagt forrit sem lætur örgjörvann í 100% og athugar hvort hann

haldi ekki undan álagi. Einnig er sniðugt að hafa þá forrit eins og Speedfan til að fylgjast með hitanum því hann má

ekki fara of hátt.

Ef þið þvert á móti klikkið og þið náði ekki tölvunni í gang eða eins og gerðist hjá mér að ég fékk ekki mynd á

skjáinn takið hana þá úr sambandi, takið BIOS batteríið úr og látið það svo aftur í og byrjið uppá nýtt. Munið líka

að laga BIOS klukkuna því við þetta læturðu allar stillingar í BIOS aftur í Default.

Ef þið viljið lesa meira eða skiljið mig ekki alveg getiði annaðhvort spurt hér að neðan eða kíkt á

http://www.dfi-street.com en þarna eru mjög greinargóðar lýsingar á hvernig þetta virkar og ég las þetta allt þar.