Það var haustið 2ooo, sem við félagarnir ákváðum að fara austur í Gæsafjöll í rjúpu. Við vorum fjórir félagarnir og hafði einn okkar farið þar nokkrum árum áður. Maður var líka búinn að heyra svaka aflatölur þaðan.Þvílík spenna og eftirvænting . Þá rann 15. okt loksins upp. Jeppinn mætur á planið kl. 5 að morgni, eftir 2 tíma svefn(stess/eftirvænting). Jeppinn var drekkhlaðinn af kosti, byssum, auka byssum og hundruðum skota. Ferðin gekk vel, austur að Kísilveigi, þangað til við sáum þvílíka örtröð af jeppum sem að allir stemdu að Gæsafjöllum. Það tók okkur góða stund að finna bílastæði og var kl.farinn að ganga vel í 8 þegar við komumst loks af stað frá bílnum. Ekki var orðið skotbjart en heyrðum þó skothriðina um allt fjall. Þegar við komum upp á fjallið var farið að birta og gerðum við okkur strax grein fyrir því að það var maður við mann þarna uppi á fjallinu. Var þó eitthvað af rjúpu og við náðum að kroppa einhverju saman yfir daginn, ég man þó sérstaklega eftir einni sem ég var búin að sjá í ca 300 m. fjarlægð í flata og stefndi beint á hana. Þegar styttist í hana sé ég allt í einu mann sem stefndi líka að henni, beint á móti mér.
Hann mundar byssuna beint að mér í átt að rjúpunni, ég rétt næ að forða mér áður en að högglin dynja rétt við fæturnar á mér. Fréttum við síðar að tveir höfðu ekki verið eins lánsamir og ég því að þeir fengu slatta í sig. Annars var dagurinn fín og drifum við okkur síðan upp í Þyrstareyki, en þar er upphitaður gangnamannakofi. Fór vel um okkur þar og er meira að segja upphitað skíthús!!!! Við lögðum okkur í kojur á sómasamlegum tíma eftir ca. 1 TULE. Tveir okkar eru þeim ókostum gefnir að hrjóta svo skuggalega að það jaðrar við öskur þannig að við hinir áttum erfitt með að festa svefn. Loksins þegar við náðum að sofna förum við að heyra í gegnum svefninn eitthvað sem líktist all verulega draugalátum, og kalla ég ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Urðum við svo skugglega hræddir að ég man ekki eftir öðru eins!!!! Kom svo uppúr krafsinu 5 manna fjölskylda sem var að æða inní húsið til næturgistingar. Þannig að ekki sváfum við mikið þá nóttina frekar en þá fyrri. Við höfðum okkur þó tveir upp á fjall morguninn eftir (þeir sem hrjóta ekki!). Endaði þetta ævitýri þó allt vel, með samanlögðum alfa uppá ca. 130 stykki(allir félagarnir). Er þetta nú orðinn árviss ferð mínus gistingin(leggjum ekki í aðra martröð í því húsi!)
Skora ég síðan á Moose að koma með eina góða.
Veiðikveðja
MÍNKURINN