Þetta er saga af því þegar ég veiddi 5 punda silung þegar ég var 5 ára sem að þá var stærsti fiskur sem ég hafði landað.
Við vorum í sumarhúsi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal þegar ég og pabbi fórum að veiða. Við skruppum á Heiðarvatn. Við fórum fyrst út á smá sandtanga en þar fengum við ekkert. Við færðum okkur lengra og lengra með bakkanum og alltaf varð lengra í dýpið. Stuttu seinna vorum við komnir þar sem lengst var í dýpið á þessari hlið vatnsins. Pabbi rétti mér veiðistöngina hans því að hann hafði ætlað að kveikja sér í pípu (minnir mig, getur verið að það hafi verið eitthvað annað en so what) og þá kippir svona rosalega og ég pikka aðeins í öxlina á pabba og segi voða rólega: “Pabbi, hann beit á.” Hann snýr sér að mér rosa spenntur og ég rétti stöngina í átt að honum en hann segir að ég megi landa honum þessum. Ég náttúrulega tek við stönginni og byrja að gera það sem pabbi segir mér. Það gekk ýmist áfallalaust og eftir nokkrar mínútur er kominn á land. Um kvöldið átum við hann svo og hann var rosa góður því að mér hafði þá alltaf fundist fiskur sem að ég hafði veitt bestur.
Kv, Eina