Ég var að veiða í Gufudalsá sem er mjög skemmtileg sjóbleikju á en heldur lítil. Ég veiddi einn fisk fyrsta daginn og líka pabbi minn á sama stað Brúarhyl sem er besti staðurinn í ánni þí allir fiskarnir nema nokkrir tittir sem veiddust í ósnum og við fossana.
Ein fjölæskyldan veiddi ekkert en okkar veiddi nokkra titti og nokkra stóra og það voru sagðir brandarar á 5mínotna fresti þí allir þanna voru brandarakallar(konur) og ég veiddi minnsta fiskin sem var svona 3-5cm langur og var ekkert nema hausinn.
Ég mæli með þessari á í fjölskylduveiði þí þarna er gaman að veiða og allt svæðið fólksbíla fært og svefnpláss fyrir 12 en hægt að sofa með dýnur á milli rúmma og þá geta verið nokkur margir.