Flutningur - Redirect Þetta er howto fyrir þá sem vilja vera góðir við heimsækjendur.

Það kannast allir við að lenda á síðu sem flytur mann eitthvert annað. Stundum koma skilaboð sem segja t.d. “Síðan er komin á nýjan stað. Þú verður fluttur” og stundum er maður fluttur mjög laumulega.
Ástæðurnar fyrir flutningnum geta verið marvíslegar en flestir nota Javascript til þess að gera þennan flutning sjálfkrafan. Þetta er þægilegra fyrir notandann en það sem gerist mjög oft, í flestum tilfellum af óvitaskap frekar en illkvittni, er að eftir að vera fluttur á nýja síðu getur notandinn lent í hálfgerðum slagsmálum við vafrarann þegar ýtt er á “back” takkann. Hann er fluttur jafn óðum áfram. Þetta er örugg leið til að tryggja að notandinn heimsæki aldrei aftur síðuna.

Hvað er til ráða? Jú, fyrir þessum óþægindum stendur illa skrifað javascript. Ein leið til þesss að komast hjá þessu er að láta vafrarann “gleyma” að hann hafi verið á síðunni sem áframsendir. Þegar ýtt er á “back” takkann er hoppað yfir hana. Þetta er einfalt og kóðinn fyrir neðan er allt sem þarf. Það virkar bæði fyrir Netscape og Internet Explorer.


<html>
<head>

<script language=“JavaScript1.1”>
<!–
location.replace(<font color=“#cc3333”>"http://www.nýja_slóðin.is“</font>);
//–>
</script>

<noscript>
<meta http-equiv=”refresh“ content=”0; url=<font color=“#cc3333”>"http://www.nýja_slóðin.is“</font>>
</noscript>
</head>

<body>

<!- textinn sem birtist rétt á meðan nýja síðan er sótt og í þeim vörfrum sem ekki styðja Javascript –>

Í augnablikinu er síðan vistuð <a href=”http://www.nýja_slóðin.is">hér </a>.
</body>
</html>


Senninha
himbrimi@yahoo.com