Þegar ég skoða Vefsíðugerðina á Huga þá fannst mér verið að biðja um ansi furðulegar cookies frá www.bodvarsson.com.

Eftir að skoða þetta aðeins betur þá er Kóðasafnið iframe kubbur og þar er beðið um tvær cookies og önnur þeirra er frá traffíklogger græju sem heitir PPhlogger (Power Phlogger - www.phpee.com).

Kannski er ég óþarflega paranoid (reyndar professional paranoid í augnablikinu.. en það er annað mál :-)) en væri ekki ráð að slökkva á þessari loggun hjá bodvarsson.com. Kóðasafnið er mjög gott framtak og allt það en það er að mínu mati óþarfi að bodvarsson.com sé að fylgjast (svona áberandi) með hverjir eru að skoða hugi.is/vefsidugerd.