Sælir hugarar,

Ég er í smá vandræðum. Ég er með myndakerfi (picy heitir það) og er að bæta við comments í það sem notast við gagnagrunn hjá mér.

Hérna er kóðinn fyrir isComment fallið sem segir hvort og þá hversu mörg comment eru á hverri mynd. (Ég sleppti því að setja skipanir sem skipta ekki máli eins og tenging við gagnagrunninn og svoleiðis). Málið er að ég tek frá Array í picy kerfinu %%pic-name%% sem er nafnið á myndinni og er með
$imgNumber = %%pic-name%%; 
En þegar ég tek breytuna inní fallið og reyni að bera hana saman við Number (sem er í rauninni bara nafnið á myndinni) þá reynir hún að bera saman Number og ‘%%pic-name%%’ en ekki það sem %%pic-name%% stendur fyrir (t.d. IMG_9000). Samt þegar ég svo returna $imgNumber þá skilar hún ‘IMG_9000’. Hvernig get ég látið $imgNumber vera breytan í %%pic-name%% en ekki bara ‘%%pic-name%%’ ?
function isComment ($imgNumber) {
	$req = mysql_query("SELECT * FROM $sql_table WHERE Number = '$imgNumber' ORDER BY id Desc") or die("MySQL Error.");
	$res = mysql_num_rows($req);