Ég er nýlega byrjaður að fikta og smíða gagnvirkar síður en kann samt ekki mikið. Mest læri ég á því að modifæa script sem að ég næ mér í á þartilgerðum vefsíðum. Ég hef sett upp svona upp fréttakerfi sem er í sjálfu sér góðra gjalda vert nema að ég hefði viljað hafa það aðeins meira advanced og þá í líkingu við það sem að er notað á strikinu og fleiri fréttavefum, þar sem að lesendum er gefinn kostur á því að smella og lesa alla fréttina eða greinina, hvort sem er. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta er í framkvæmd en það sem mér kemur til hugar er yfirleitt flókið og svarar einfaldlega ekki kostnaði og skilar mér ekki þeim einfaldleika sem að gagnvirkur vefur á að gera. Svo að ég leita til ykkar sem að lengra eru komnir og spyr hvað svona kallast og jafnvel hvernig svona er gert.
Með fyrirfram þökk
Promazin