Til að byrja með langar mig að taka það fram að ég er ekki php skrifari, en það ætti að vera hægt að gera nokkurnvegin allt í php sem er hægt að gera í asp, eða svona næstum allavega(þetta er bara smá grín í gangi hjá mér, nenni ekki að lesa 15 kvörtunarbréf um hvað ég sé vitlaus og php sé best).
Allavega…
Til að byrja með þá vil ég taka það fram að það er ekki alltaf best að nota gagnagrunn til að geyma upplýsingar. Það getur verið betra að nota textaskrá til að geyma upplýsingar sem breytast ekki mikið og eru ekki mjög miklar. Ef þú ætlar að skrifa litla fréttavél er alveg hægt að notast við textaskrá, og já jafnvel bara eina textaskrá undir allar fréttirnar.
Til þess að geta skráð inn, breytt og eytt út fréttum verður þú að byggja upp textaskránna á ákveðinn hátt.
Til dæmis(það sem er innan sviga er til skýringa):
<?php
frett=Siggi datt í sjóinn(nafn fréttar og jafnframt titill)
dags=15052001(dagsetning)
frettamadur=Gunnar
byrta=true
|B
Siggi datt í sjóinn í gær og …(og so videre)
|E
frett=Hafliði var óglatt í morgun
dags=15052001
frettamadur=Gunnar
byrta=false
|B
Hafliði var óglatt í morgun …
|E
?>
Svo lestu bara upp í skránni eina línu í einu.
Til þess að fá yfirlit yfir allar fréttir þá skrifar þú bara út þær línur sem byrja á “frett=”. Náttúrulega mínus “frett=”. Til að vera viss um að skapa ekki rugling ef tvær fréttir hafa sama titil, nafn þá getur þú breytt formatinu á skránni eftirfarandi:"frett=Siggi datt í sjóinn|15052001", síðan notar þú | til að splitta upp strengnum og þá er voða ólíklegt að frétt með sama nafni komi fyrir tvisvar.
Nú vilt þú breyta ákveðinni frétt. Þá ferð þú í yfirlitið og velur viðkomandi frétt t.d. <breyta.php?frett=Siggi datt í sjóinn|15052001>.
Þegar þú rekst á línu með sem byrjar á <frett=≷ og restin af henni samsvarar "breyta.php?frett=Siggi datt í sjóinn|15052001". Þá lest þú upp línurnar frettamadur, byrta og fleiri ef þú vilt.
Þegar þú kemur að línu sem inniheldur "|B" Þá byrjar þú að lesa allt inni breytu, sem þú svo skrifar inní textabox.
Og að sama skapi hættir að lesa þegar þú rekst á "|E".
Til að skrifa breyttu fréttina á réttann stað þá byrjar þú að lesa skránna einsog alltaf línu fyrir línu og bætir öllum línum í breytuna "TempTexti".
Þangað til þú rekst á "frett="; og restin af henni samsvarar "Siggi datt í sjóinn|15052001"
Þá bætir þú breyttu fréttinni við breytuna "TempTexti".
Þegar þú rekst á <|E> byrjar þú aftur að bæta línunum við breytuna "TempTexti".
Til að forðast það að textaskráin verði of stór þá getur þú skrifað í nýja skrá á dags, viku, mánaðar, árs fresti, allt eftir hvað þú skrifar ört. Ég mæli ekki með að þú búir til nýja skrá fyrir hverja frétt. Allt í lagi til að byrja með en ef þú skrifar oft á dag, nýja frétt, þá flæðir útfyrir eftir einhvern tíma.
Ég vona að þú skiljir eitthvað af þessu. En einsog þú sérð þá er ég farinn að stórefast um að ég eigi nokkuð að skrifa svona "HowTo" grein, þ.e.a.s. ef það verður einhverntíman hægt.
Jæja þá er það bara kaffi og sígó eftir gott(eða slæmt) dagsverk.
p.s. Ekki vera of hörð við mig, ég hef aldrey skrifað svona "HowTo" áður.