Skoðiði ekki síður ykkar í einhverju öðru en IE 5+ þegar þið búið þær til?

Ég bara spyr því ég er alltaf að rekast á fleiri og fleiri dæmi um mjög basic klúður sem kemur fram í NN og Operu.

Innn (www.innn.is) toppar þó allt. Ef farið er inn á vef þeirra í Netscape kemur;
alert
Þessi vefur er því miður ekki samhæfður Netscape 6
Vinsamlegast prófaðu að skoða vefinn í öðrum vafrara.

…og þetta á að heita netþróunarfyrirtæki.

Svona í alvöru talað, þá þykir eitthvað flott í dag að gefa skít í allt annað en IE af því að gallarnir eru svo margir á hinum tólunum. En maður verður ekkert sérstaklega góður vefari á meðan maður kann bara á IE. Það er alltof auðvelt að þóknast honum og þ.a.l. er ekkert fútt og ekkert sem kemur á óvart.

Heilráð dagsins: Skoðið síðurnar í Netscape í stað IE þegar þið skrifið þær og allt mun líta vel út í báðum vörfum. Ég lofa meiri skemmtun og ævintýrum.

Lengi lifi jafnaðarhyggja!