sælir!

ég er að skrifa síðu í asp og þau eru aðallega tveir hlutir sem ég vill gera en veit ekki alveg hvernig er gert…

sko, ég er með fréttakerfi og á forsíðunni er ég með þrjár nýjustu fréttirnar, titilinn á þeim og fyrstu línurnar í fréttinni. það geri ég með því að skrifa:

“SELECT top 3 * FROM frettir ORDER BY dags DESC”

en svo vill ég helst geta birt næstu tíu fréttir bara og fyrirsögnina, en ég veit ekki hvernig maður skrifar það!
það er amk eitthvað sem maður skrifar í staðinn fyrir “top 3” kann einkvur hvernig maður gerir þetta?

síðan er ég með auglýsingakerfi þannig að maður getur valið dagetningu sem auglýsingin rennur út, semsagt hættir að sjást. ég gerði það með því að skrifa inn í database-ið dagsetninguna, og er formið svona: 1.1.2003 fyrir fyrsta jan…

síðan er ég með þennan líkindareikning eða hvað þetta heitir, if, else og það dæmi. þetta lítur svona út:


If exday > today Then
Response.Redirect “auglysing.asp”
Else
Response.write “”
End If


today er fengið svona:

Dim today
today= day(Now)&“.”&month(Now)&“.”&year(Now)

svo að þetta er sama formatið á þessum blessuðu dagsetningum, en samt virkar þetta helvíti aldrei rétt…

ég ætla að láta þetta virka þannig að þegar exday er orðinn stærri en today þá gerist ekkert en þegar meðan exday er minni en today þá sýnir hún auglysing.asp!

kannski er hægt að gera þetta einhvernvegin öðruvísi, kann ekki nógu vel hvernig þetta dæmi þarna “Response.expires” virkar, kannski er hægt að nota það í þessu tilfelli!


ég ætla ekki að hafa það fleira í bili, vona bara að einhver geti hjálpað mér því að ég er eiginlega strand í þessu eins og er útaf þessu tvennu… ef enginn getur hjálpað mér er bara að fara að skoða aðra scripta og athuga hvort þeir eru með svörin, en það tekur bara svo helvíti langan tíma…

getur einhver hjálpað mér?

með kveðju
!maXboX!