Ég hef verið að fikta við að setja upp ASP síður. Eins og þetta er hjá mér á minni tölvu er ég með IIS x.x á win2000. Hjá mér er það þannig að ef upphafssíðan er td. default.htm þá get ég ekki verið með línk í prufa.asp þá kemur einhver steypa (download eitthvað). En ef upphafssíðan er default.asp þá er ekkert mál að vísa í aðra ASP síðu. Getur einhver frætt mig á þessu og leyst þetta þeas. láta HTML síðu opna ASP síðu.
Og er munur hvort svona síður eru hýstar á Linux eða NT ?

með þökk
Maggi