Ég hef lengi haft sæmilegan áhuga á heimasíðugerð. En ég tek mér aldrei tímann í að læra HTML (hvað þá allt hitt), fór frekar styttri leiðina og notaði frontpage express. Ég er ekkert yfir mig hoppandi áhugasamur, langar bara að halda úti svona sæmilega skemmtilegum vef.
Planið hjá mér var aldrei að gera eitthvað úberflott netflykki sem myndi bylta Netheimum, bara koma mér upp stað þar sem ég gæti sett upp einhverjar teiknimyndasögur, mp3 og whatnot. Frontpage Express hentaði því fínt.
Svo fór ég að fikta í flash. Tók mér soldinn tíma í það og fór í gegnum tutorialinn og setti síðan upp svona frontsíðu á heimasíðuna mína. (má sjá á www.atlividar.com). En hvað geri ég nú..? 'Eg er eiginlega búinn að staðna, ég veit ósköp lítið hvað ég ætti að gera við vefinn. Mig langar nefnilega til að taka allt lúkkið í gegn, endurskipuleggja allt og fukca því enn meir upp en það nú þegar er. En Vefurinn er einmitt eins kös eins og hann e, en það var mitt upphaflega plan.
En hvernig? Hvað skal gera?
Því leitaði ég hingað að einhverjum Tutorial fyrir the utmost idiot. Sem er ekki til staðar. Það er ágætt að hér eru margir góðir tutorialar fyrir þá sem eru komnir “úr grunnu lauginni og aðeins farnir að sleppa botninum”, en það vantar soldið svona, “Tutorial fyrir þá sem enn eru í gummíbusllaugum Internetsins”. Kannski svona, “Síða gerð frá grunni dæmi”. Þetta er nú bara svona hugmynd hjá mér, eitthvað sem gúrúarnir hér geta tekið sem challenge, kenna algerum newbie að gera góða einhverja sæmilega síðu. Just my two cents…
Incidentally, ef þið hafið áhuga á að sjá síðuna eins og hún er núna þá er urlið www.atlividar.com
en ég frábið mér öll komment eins og “oj hvað hún er ljót og asnaleg”, eins og ég fékk frá einhverjum fábjánum síðast þegar ég skildi urlið eftir hér.
Komments og hugmyndir eru vel þegnar, en bjánalegt rugl og pikkerí út af engu skal skilið eftir við dyrnar.
Atli Viðar
www.atlividar.com
(urlið fékk ég í partýgjöf frá félögum mínum :Þ)