Vefumsjónarkerfið PostNuke er alveg ótrúlega sniðug græja og útgáfa 0.71 var að koma með ýmsum viðbótum og þægindum.

Með þess sem er nýtt í útgáfu 0.71 er að núna er hægt að sækja íslenskan tungumálapakka. Þýðingin er enn sem komið er “eins manns mission” svo allar leiðréttingar og/eða tillögur um breytingar eru vel þegnar.

Það er kannski við hæfi að kynna aðeins nokkra helstu kosti kerfisins. Flestir hljóta að kannast við vefi svipaða og Slashdot (www.slashdot.org) og PostNuke er mjög svipað því kerfi. Innbyggt í kerfið er umsjón á fréttum, skoðanakönnunum, greinum, veftenglum, skráarsvæði, notendum, mjög ýtarlegt réttindakerfi og margt fleira.

PostNuke er skrifað í PHP og notar MySQL gagnagrunn. PostgreSQL, MS-SQL og Oracle stuðningur er væntanlegur í næstu útgáfum þar sem PostNuke er þegar farið að nota ADODB til að “abstracta” alla gagnagrunnsvinnslu. Mjög auðvelt er að skrifa viðbætur og/eða “kubba” (svipað og hér á Huga) fyrir PostNuke, t.d. er til mjög vel skilgreint API fyrir skrif á viðbætum.

Ég mæli semsagt með að kíkja á græjuna, hér eru helstu tenglar:

Heimasíða PostNuke:
http://www.postnuke.com/
PostNuke hugbúnaðurinn:
http://prdownloads.sourceforge.net/post-nuke/PostNuke_71.tar.gz
Íslenska fyrir PostNuke:
http://prdownloads.sourceforge.net/post-nuke/pnlang_0.7 .1_icelandic.zip
Og loks líklega eini íslenski PostNuke vefurinn :-)
http://www.bilaspjall.is/