Tala forrita sem skrifuð eru í php forriturnarmálinu fer sí-hækkandi. Og þetta fékk mig til þess að hugsa aðeins út í það, hvort php forritin verði í notuð meira en hin hefðbundnu forrit sem við notum í dag. Í dag eru þegar komin forrit sem þú getur notað til þess að skrifa svokölluð client-side forrit. Til dæmis Phpcompiler og Php-GTK. Kostirnir við að búa til forrit í php eru meðal annars:

1. Þú getur haft forritið server-side og þess vegna leigt aðgang að því og hindrað að fólk geti afritað forritið

2. Höfundur getur stöðugt verið að uppfæra forritið vegna þess að það er geymt á server hjá honum.

3. Þar sem forritið gefur allt output frá sér í html/xhtml þá er forritið multi-platform.

Ef sá sem býr til forritið vill hafa forritið client-side en samt geta leigt aðgang af því, haft það multi-platform, þá getur hann haft aðeins útlitið í client-side en forritið sjálft í server-side.