Mig langar að kynna fyrir ykkur lítið forrit sem ég hef verið að setja saman síðustu vikur.

Þetta forrit heldur utan um nýjustu fyrirsagnir helstu vefja landans, eins og hugi.is, ruv.is, batman.is, visindavefur.hi.is ofl.ofl

Einnig reyni ég að halda utan um leitarvélarnar á eins nettan hátt og kostur er. T.d. getur maður litað orð í word/notepad/… og ýtt á F12 og … hókus/pókus default browerinn opnast á t.d. orðabok.is með skýringu á orðinu.

sjá: http://edda.is/jadar

Það væri mjög gaman að heyra frá ykkur hvernig mætti þróa þetta litla forrit áfram.

Næst á dagskrá er t.d.
1. Fleiri leitarsíður
2. Fleiri fyrirsagnir
3. Eigin tenglar.
4. ???? Hvað finnst þér?

Kveðja