Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ekki væri sniðugt að gera staðlaðann teljara sem gæti orðið viðurkendur í netheiminum svipað og samræmdu vefmælingarnar(SV) hjá teljari.is.

Hugsunin væri bara sú að maður mundi sjálfur hýsa hann, og því kostar hann ekkert, hann væri bara einfaldur, Gestir, Heimsóknir, Fléttingar, eins og SV er.

Þannig mundum við koma okkur saman um staðal hvernig teljarinn virkar, og kóði fyrir asp, aspx, php, jsp, osfrv. væri til á einhverjum stað ásamt nauðsynlegum sql scriptum fyrir mismunandi gagnagrunna. Þannig gæti sá sem vildi vera með “viðurkenndan” teljara sótt kóðan og sett hann upp hjá sér og hann mundi vita hvaða heimsóknafjölda hann væri með gagnvart öðrum síðum.

Þetta er svona smá hugmynd sem ég er með í kollinum og held að væri sniðugt að útfæra, ég væri til að skella saman kóða fyrir asp, aspx og jsp ef áhugi er fyrir hendi og þið séuð til í að ræða hugmyndir um hvernig kóðinn ætti að vera, hvaða reglum hann ætti að fara eftir og annað slíkt.


Ein hugmynd um uppsetningu

<b>Gagnagrunstafla</b>
<i>std_Counter</ i>
==============
Guests (int)
Visits (int)
Hits (int)
Created (datetime)

Sauðakóði
==========
int @guest = 0
int @visit = 0
if (not cookie(“HefurHeimsóttÍÞessariViku”)) then
@guest = 1
end if
if (not session(“HefurMerkturSemHeimsókn”)) then
@visit = 1
end if

UPDATE std_Counter SET Guest=Guest+@guest, Visit=Visit+@visit, Guest=Guest+1 WHERE Create=CurrentDate()

Eitthvað í þessum dúr.

Segið hvað ykkur finnst

kv.
ingig