Komið þið sælir vefarar.
Ég hef verið undanfarið að velta því fyrir mér hvað það er sem að geri vefi eftirsóknarverða. Aðallega hef ég hugsað þetta út frá viðskiptalegu sjónarmiði. Segjum sem svo að ég hafi upp á vöru að bjóða sem að gæti hugsanlega náð einhverjum vinsældum, en er engan veginn presenteruð, hvað væri það fyrsta sem að ég gerði til að reyna að koma henni á framfæri, jú að skella upp heilum vef henni til hylli. Á vefnum yrði haldin tala um ágæti þessarar vöru og af henni væru myndir og allskonar dúllí dú til að koma neitandanum í skilning um það að þetta sé nú allt vel þess virði að kaupa. En hversu áhugavert er þetta og hversu mikið aðgengi fengi vefurinn fíni sem að byggður var upp í kringum þessa blessuðu vöru. Reynslan hefur sýnt að áhugi er í lágmarki ef að það er ekkert annað til staðar á vefnum heldur en vara eða nokkrar vörur þá er þetta svo til dæmt til að mistakast.
Svo hugmyndin er sú að reyna að draga fólk inn á vefinn ykkar, með öðrum úrræðum heldur en að presentera það sem að þið eruð að reyna að vera rík á að selja. Að vefurinn sé áhugaverður og bjóði ykkur upp á þann möguleika að skemmta ykkur, fræðast eða hlaða niður einhvern óbjóð í hinu og þessu formati.
Svo hverjum tekst vel til frá mínum bæjardyrum séð(sem að er meginástæðan fyrir því að ég skrifa greinina.)
Ég er áhugamaður um php/mysql og því sem að tengist uppbyggingu, útlitshönnun og forritun vefa, í áhugamennsku minni vafra ég stjórnlaust um netið í leit af kennslugreinum(tutorials) eða hvernig greinum(Howto’s). Síðan sem að ég get meðal margra sótt mér þessar uppfræðslugreinar á er <a href=http://www.zend.com/zend/tut/>www.zend.com</a>. Zend er fagmannleg, uppfræðandi, traustvekjandi og skemmtileg síða fyrir menn eins og mig. Zend er ekki bara uppfræðslusíða heldur er þetta heilt fyrirtæki sem að selur hugbúnað af hinu ýmsasta tagi, og innbyggt í vefinn þeirra er heil vefverslun. Zend er vefur sem að endurspeglar þá uppbyggingu á vef sem að ég er að pæla í.
Að ykkar mati, hvaða fyrirtæki eða hvaða vefur tekst vel til að tvinna þetta saman, þ.e. söluvef og áhugamannasíðu.
Með kærri kveðju
Siggi E. a.k.a promazin