Sælir fyrrum UT félagar & byrjendur:

Ég hef spilað UT í nokkur ár núna, en tekið mér reglulega hlé. UT var að mínu mati með þeim betri sem ég hef nokkurntímann spilað & var mjög tryggur spilari. Ég spilaði ekki Counter-Strike, Quake 3 eða Action Quake eða nokkurn annan 1persónu-skotleik á netinu. UT menningin var frábær vægast sagt, þó svo að stundum kom babb í bátinn & allt fór í háa loft, en það er núna bara partur af minningunni. Þá er bezt að ég komi mér að kjarna málsins….

Eftir grófann lestur á korkunum hérna þá sýnist mér að UT2003 er ekki að ná þeim vinsældum sem UT náði. Sjálfur spila ég ekki UT2003, vegna aðstæða sem ég nenni ekki að lýsa vegna hættu um að þessi grein gæti farið í tómt rugl & leiðindi.

UT náði gríðarlegum vinsældum um allan heim vegna hversu fjölbreytilegur hann er o.s.frv, en eins og ég sagði, eftir grófann lestur hérna á huga & aðeins út í heimi, þá sýnist mér á öllu að UT2003 sé ekki ennþá, eða muni kannske ekki ná þeim vinsældum sem UT náði. Það er svosem skiljanlegt þar sem UT var skelfilega góður leikur & mörg er minningin úr honum.

Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þessi leikur var að koma út fyrir stuttu, en UT náði mjög fljótlega miklum vinsældum.
Ég hef líka rekið augun í að sumir vilja gamla UT þjóninn burt til þess að rýma fyrir UT2003, viljum við það í raun & veru? Viljum við gömlu UT spilarnir að okkar “fornfræga” samfélga deyji með útkomu UT2003? Ég vill það ekki, ég vil halda utan um minn leik, okkar leik.

Lengi lifi UT!

Með von um bjartari framtíð…
Gizzi De Gizisco