Áhugi fyrir UT móti? Þar sem ég er nú enn ferskur í UT þá langar mig að athuga hvort það er áhugi fyrir því að halda mót í UT eða minnstakosti lan af stærri kantinum.

Margir hafa verið að velta þessu fyrir sér og ég er einfaldlega að stíga fyrsta skrefið. Ég skil fullkomlega að margir fari ekki í UT á Skjálfta því þeir eru að spila einhverja kerlingaleiki eins og CS eða Kveik (let the flames begin!).

Það sem ég var að spá er að díla við Bridgesambandið í Mjódd og reyna að fá salinn þeirra lánaðan undir eitt stykki lan/mót. Hafa svo brjálað blast bara alla helgina. Engin dagsetning plönuð en ég vill fá að heyra comment.

Er ég svo ekki bara orðinn ágætur í þessu eftir tæpa tveggja mánaða spilun? :)