Sá skemmtilega grein í DV um daginn þar sem 7 ástæður voru til að læra frönsku langar að sýna ykkur þær.

1.Atvinni:Í felstum Evrópulöndum er franska kennd sem annað eða þriðja tungumál. Ef þú talar frönsku og sækir um vinnu hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki ertu mun líklegri en aðrir til að verða ráðinn þar sem þú getur fylgst náið með mörkuðunum í Frakklandi. Atvinnumöguleikum fjölgar því til muna.

2.Evrópusambandið:Franska er víða um heim annað opinbera tungumálið t.d í Kanada. Frakkar eru leiðandi afl í fjarskiptatækni auk þess sem opinber tungumál Evrópusambandsins er franska. Hugsaðu þér öll flugfélögin, inn- og útflutningsfélögin og alþjóðlegu fjarskiptafyrirtækin sem þú getur unnið hjá. Franska er auk þess næst algengasta tungumál
sameinuðu þjóðanna.

3.Vinsæalasta landið: Frakkland er vinsælasta land í heimi um 76 miljónir heimsæka Frakkland árlega.

4. 125 miljónir: Ef þú lærir frönsku geturðu talað við 125 miljónir manna í 40 löndum- sem þú gætir annars ekki talað við. Margir Frakkar vilja auk þess ekki tala ensku enda er enska ekkert smá - yesterday-. Nærri helmingur enskra orða er franskur að uppruna.

5.Franskar bíómyndir:Frakkar framleiða margar af bestu bíómyndum. Alþjóðlega kvikmynda hátíðin Cannes sem margir þekkja er haldin í Frakklandi en hún er ein virtasta kvikmyndahátíð í heimi.

6.Maturinn:Frakkar eru margrómaðir fyrir matargerðina . Hversu oft hefur maður heyrt náungann segja söguna af rómantíska kvöldverðinum sem hann átti í effel turninum. Ef þú kannt frönsku geturðu flogið með kærustuna/konuna og pantað þér það sem þér langar en ekki eitthvað jukk!

7.Íþróttir:Franska er aðal íþróttamálið. franska er opinbert tungumál ólempíuleikana auk þess sem allar heitustu íþróttaviðburðir fara fram í Frakklandi .